Lady Agnes

miðvikudagur, maí 26, 2004

Köben er alveg málið :>

váá hvað það er buið að vera gaman... mama mia ;)
Komum hingað þremenningarnir á föstudag og jamm vorum á strikinu ræræræ versla og vera á kaffi Norden bara gaman sko hehe....
á föstudagskvöldinu fórum við á Ketchup sem er einn flotasti staðurinn i Köben bara góð tónlist og flott fólk alveg eins og það á að vera.. íslensku píunum náttlega hleypt fram fyrir röð og boðnir drykkir og svonna já já ekki hægt að segja annað en að maður hafi verið að fíla sig hehee.....
Á laugardeginum var byrjað á að fara á kaffihus og fá sér gott kaffi síðan rölt á strikinu og tekin nokkur söfn og ´já að sjálfsögðu droppað við á Norden ;> Um kvöldið fórum við svo á Ítalskan alveg yndislegan stað fengum bestu þjónustu ever + fria drykki audda voa gott allt saman, svo var haldið á Ketchup sem er minn staður i DK ekki spurning ;) Daginn eftir vorum við svo menningarlegar og fórum í Amalíuborg að skoða Drottningar hölllina, kjolinn hennar Mary Donaldson og allt fína dótið, svo röltum við að skoða litlu hafmeyjuna, hringaturninn etc... snilldardagur, löbbuðum allt sem við fórum í ca 9 tíma, var reyndar boðið far á mótorhjólum en..n nei held ekki fæturnir okkur höfðu gott af þessu, svo var veðrið líka svo milt :D Við enduðum Köben á Ítalska staðnum okkar í prinsesssuleik ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home