Lady Agnes

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

well well well...

þá er sumarið á enda og þar með paradís buin i bili hehe...
Buin að eiga hreint ut sagt æðislegt sumar, ferðast um alla krít, skoða allt sem hægt er, fara i bátsferðir til Día og Santorini, helgarferð til Rodos ræræræ gaman.
úff buin að borða á gegg restaurentum ölll kvöld, með pina colada, limonchello og raki hii..
Búin að kynnast grískri menningu i hnotskurn margt sem mér líkar frábærlega við og annað ekki eins vel hihi...
Eigum orðið slatta af nýjum vinum hérna, grikkjum, hollendingum, þjóðverjum, bretum og on and on, allt yndislegt fólk sem marr á pottþétt eftir að sjá aftur einn góðan veðurdag, kasski næsta sumar marr veitur ekki :)
Well amigós ætla að fara og kveðja ströndina mína hihii (bestu vinkonu mína) njóta síðustu geislanna áður en alvaran tekur við á Bifröstinni :D
Hlakka til að sjá ykkur öll
knus Lady Agnes from Creta


Santorini er yndisleg...

alveg góð helgi :D
Santorini er e-ð sem allir þurfa að heimsækja, fallegu litlu þorpin í klettahlíðinni, rauð strönd og tala nu ekki um fræga sólsetrið í Ola .....
Við tókum okkur skúter og skoðuðum alla eyjuna, eyddum laugardagskvöldinu í Ola á guðdómlegum restaurant i fjallshlíðinni, horfðum á sólsetrið og nutum þess að vera til.
Bátsferðin gekk nokkuð vel, var ekkert lasin en hmm pínu dópuð af þessum sjóveikipillum það er þó betra en vera veikur, pöntuðum okkur first class heim og enduðum helgina á góðri dvd mynd heima i sófa ;)
luv, Agnes

föstudagur, ágúst 27, 2004

no Italy- Santorini ja man

hmm.. þið haldið víst að ég hafi ekkert bloggað af því að ég sé buin að vera að flakka um Italy eins og planað var.. hmm neibb ekki alveg, Bárður kallinn varð svo obbo veikur i hálfan mánuð með lungnabólgu og vitleysu að ekkert varð úr ferðinni okkar buhuu... well það verður bara later ;) anyway erum á leiðinni í helgarferð til Santorini sem er víst the most beautiful thing ever :) Hlakka alle til... Marr verður sko að nýta síðustu dagana í paradís vel :D
úff opnaði meilið mitt áðan og úfff við mér blasti alvaran- fyrirlestrar og verkefni og böhh ekki að nenna að vakna og smell the reality dædærææ juju þetta verður bara gaman marr massar þetta eins og hvað annað og jamm hlakka nu alveg pínu til að koma heim það er víst alltaf best á klakanum þó svo að útlöndin séu vægast sagt lovely :D
well sæta fólk ætla að fara að gera mig reddí fyrir trippið, buin að kaupa sjóveikistöflur og allt sko ætla ekki að lenda i sama pakkanum og síðasta eyjaferð hehe....
knus & kiss...

mánudagur, ágúst 09, 2004

Grikklandið..

jamm það er nu ýmislegt hægt að spá og spökulera með þessa blessuðu Grikki hehe....
Ekki hægt að segja annað en að marr sé buin að eiga stórkostlegt sumar... bara næs sko :D
EN jamm Grikkirnir og landið í heild sinni...
+ allllltaf gooooootttt veður og þá er ég að tala um temmilegur yndislegur hiti og sól :)

- Geðsjukir i skapinu og keyra eins og fávitar.. jamm ég er að segja ykkur Það að þegar ég sest undir stýri þá set ég á mig brynju og hjálm hehe... þeir virða engin umferðarskilti sem n.b. eru öll skotin i tætlur... fara yfir á rauðu ljosi, virða ekki hægri rétt og ja nákvæmlega ekkert, taka framúr manni báðu megin við bílinn og náttlega allllllt i skúterum sem eru stórhættulegir veit ekki hvort ég sé buin að krassa einhverja, uff... ekki veit ég afhverju þeir eru að drífa sig svona svakalega í umferðinni þar sem það rennur ekki i þeim blóðið annars, sérð aldrei Grikkja að drífa sig nema jú í umferðinni... anyways þetta reddast marr bara keyrir eins og hálfviti sjálfur annars verður maður undir... hmm verð aðeins að róa mig áður en ég kem heim svo að fína skírteinið verði ekki klippt hehe...

+ ohh svooo góður matur mama mia, alveg geðveikur.. frábær salöt góðir drykkir og geðveikur matur.... ;)

- skítugt... það segir manni e-ð þegar sameinuðu þjóðirnar eru farnar að sponsera auglýsingu að kenna þessum greyjum að henda rusli... í alvöru það er rosalega sóðalegt hérna!

+ mikið af merkilegum fornminjum og söfnum, merkileg saga

- ojjj ógeðslega mikið af óhuggulegum vondum ljotum pöddum bhúú


+ Yndislega fallegar litlar strendur og víkur ef marr kíkir aðeins i kringum sig

+ bestu kaffihús ever... allt brjálað design alveg flott og bara frábær stemning, skemmtilegasta við miðbæ Iraklion ekki spurning ;)


+ + + svoooo fallllegar töskur jeminnn ég er alveg buin að tapa mér hérna í "cucci" "D&G"
"HERMES" og uffff.... já góðar copy buðir hehe.....

+ fallegt "fólk"

+ marrr lærir að slaka og njóta lífsins :)

hafið það gott heima sugars......

föstudagur, ágúst 06, 2004

myndir....

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

köfun-jeppasafarí-bátsferð...

úff buið að vera slatta bissí vika marr.... Maggi og Rakel Danirnir mínir komu i heimsókn á Krítina fyrir rumri viku og það er sko buið að vera non stop rugl á okkur vinunum...
Byrjuðum á að fara að kafa í Agia Pelagia sem er yndislega fallegur´pínu lítill bær hérna hálftíma frá Iraklion, fórum á stutt námskeið og svo var manni bara hent í sjóninn... ufffff...... ég náttlega litla prinsessann fékk alveg andköf og náði ekki andanum hmm.. þannig að ég fékk bara einka "franskan" leiðbeinanda sem kafaði með mér, fara flestir i hópum, Rakel Maggi og Bárður fóru saman en ég fékk einkaþjálfun hehe... kom reyndar um leið og ég slakaði aðeins og andaði rétt :) ekkert smá gaman alveg gjörsamlega nýr heimur sem opnaðist þarna undir niðri rosalega fallegir fiskar og ekkert smá frelsi... við erum jafnvel að spá í að ná okkur i réttindi þetta er svo stórkostlegt, ekkert líka leiðinlegur staður til að kafa á miðjarðarhafið... :>
Anyways eftir stórkostlega upplifun i köfun fórum við í jeppaferð með Zorbas, lókalbarnum okkar og skemmtum okkur frábærlega, fórum á suðurhluta eyjunnar og að sjálfsögðu var vatnsstríð allla ferðina, syntum i Líbíuhafinu og fengum grískan mat á suðurhlutanum og héldum svo heim á leið algjörlega uppgefinn.....
Bátsferð var skipulögð á þriðjudaginn síðasta úff o my god, Erik hollenskur vinur okkar átti afmæli og það var planað svaka dæmi, lögðum af stað kl. 9 um morgunin og átti að vera fjör alllan daginn um borð i bátnum og svo svaka grillveisla um kvöldið... hmm við Rakel vorum svo sjóveikar að ég veit ekki hvernig við lifðum þetta af meðan aðrir voru að jamma og hmm já þarf náttlga ekkert að segja meira frá kvöldinu við vorum alveg out eftir ævintýri dagsins bhuuu...
en Rakel og Maggi fóru i morgun og nuna er bara að fara að kíkka aðiens á ritgerðarmál... hvað er nu það hehe,......
turilú, Agnesó