Lady Agnes

sunnudagur, september 26, 2004

Bifröstin góða

Jæja þá er marr komin í sveitasæluna.... verð nú að viðurkenna það að heima er alltaf best :) Þó svo að marr hafi átt yndislegt sumar þá er voa gott að vera komin heim í húsið sitt og sofa í rúminu sínu, engir kakkalakkar og allir skilja mig :) fullt af vinum og audda fjölskyldan góða Fyndið hvað marr sér það svona á því að fara í burtu hvað marr hefur það gott hérna heima. Ísland bezt i heimi... hehee...
Pínu skrítið þó að hafa ekki Bárð minn hérna, marr bara aleinur :/
Annars er bara búið að vera ljúft eftir að marr kom heim, ekki svosem gert mikið, skrapp i menninguna á síðustu helgi og keypti mér smá föt og hitti steppurnar og jammaði smá, annars er marr bara búin að vera rólegur hér í sveitinni. Er nú búin að vera "mamma" að passa Patrek litla voa gaman en váá hvað þetta er mikil vinna... úff... alveg spurning um að bíða smá lengur með etta hihii sofa aðeins út og svonna já bara njóta sín ;-)
Skulen gengur sinn vanagang þó svo að það sé pínu skrítið að vera BS-ingur, marr er svonna pínu ósýnilegur, ekki í skólanum á sama tíma og allt liðið og kynnist ekkert nýja genginu það er svosem bara fínt, marr búin með þennan pakka og tekur síðasta árið sitt hérna svona í rólegheitunum voa gott bara.
Hey já ekki buin að segja ykkur það sko hehe er ekkert smá heppin, þarf bara að vakna einu sinni í viku, þ.e. á miðvikudögum, annars er ég alltaf í skólanum eftrir hádegið hihi það er alle gott, er sem sagt nuna í : Málstofu, Markaðsfræði, Hagnýtri hagfræði og viðskiptaensku ásamt að sjálfsögðu minni fögru ritgerð hmm...
well er að spa´í að fara að skríða upp í rúmið mitt góða, bið að heilsa ykkur öllum
knuses
Agnesin