Lady Agnes

mánudagur, desember 27, 2004

Gleðilega hátíð elsku vinir nær og fjær :)

Mikið er gott á jólunum - bara besti tími í heimi :)
Búin að borða svo mikið af góðum mat og hitta svo marga góða vini, þetta er yndislegt
Byrjaði á þorláksmessu þá fór marr að versla með vinkonu sinni og kaffihúsast og svonna, við Alla erum með hefð að fá okkur rauðvín og rölta á þorlák :) Rosa gott, hitti mikið af gömlum vinum á röltinu og fékk marga jólakossa :D
Um kvöldið fórum við Bárður svo á Sjávarkjallarann að borða og hafa það cosý og svo var Laugarvegurinn tekinn að sjálfsögðu ;) Okkur var boðið í rauvín og osta til Öllu og Arnars og Leifs og Kristínar voa hátíðlegt og gott..
Aðfangadagur rann upp og haldiði ekki að hann Kertasníkir hafi komið við í Bjarkarhrauni með fallegt armband handa stelpunni- ekki leiðinlegt að vakna við það:)
Við eyddum svo fyrripart kvölds með fjölskyldunni minni í góðum mat og rólegheitum og seinnipart kvölds fórum við til tengdó í möndlugraut og rauðvín. Ég fékk að sjálfsögðu margar fallegar gjafir eins og alltaf ;) Rosa falleg leðurstígvel frá Bárði mínum, ítalskan kálfaskinnsjakka í stíl frá tengdó :> Svo fekk ég bókina Dante klúbburinn sem er í anda Da vinci code :) uppáhaldið mitt, og allskonar....pils, bol, peysu, náttföt, DVD spilara, hnífapör, skál, armband, baðdót og svo videre :D jamm þetta var allt saman voa gott og gaman og endalaus jólaboð meiri matur og meira gaman... núna er marr bara í algerri afslöppun ennþá á náttfötunum (kl.er að verða sjö hihi) Stefnum á að fara í veiðihús/bústað á morgun til vina okkar og gista þar eina nótt, svo er afmæli hjá Patrek mínum á miðvikudaginn, jólaboð á fimmtudag, gamlárs í öllu sínu veldi á fös og svo brunað til A-ey á nýárs í wedding :>
Well my dear friends - hafið það sem best yfir hátíðirnar... takk fyrir allt á líðandi ári - luv u all..
ykkar, Lady Agnes

mánudagur, desember 20, 2004

djamm djamm og aftur djamm

ja er nu bara farin að halda að ég sé djammari, marr bara stoppar ekki eftir að prófum var lokið ræræræ baa gaman sko ;)
Skutlaðist í menninguna á laugardag beint í klippingu á Toni&Guy til Bjargar baby og Hörpu.. orðin svaka skutla sko hihi... kíkti svo við í GK alltaf gaman að kíkja á gamla gengið svona fyrir jól, leyfði einum gullfallegum jólakjól að fylgja mér heim :) svona Túrkis grænn pínu í gamaldagsfíling laumusexy alveg guðdómlegur :D
marr fer sko ekkert í jólaköttinn frekar en áður dædærææ...
Well fórum í afmæli til Bjössa um kvöldið, voa gaman sungum í sing star og svonna drukkum oggu pons og bara skemmtum okkur vel, fórum svo nokkur í bæjinn um 3-leytið beint á Rex og eyddum nóttinni þar alveg hreint frábært kvöld mikið mikið gaman :>
Svo var náttlega verslað á sunnudeginum alveg heilan helling ( ekki fleiri kjóla þó )
og í dag er ég búin að klára jólaþrif og allan bakstur-meirað segja hinar frægu Söru Bernharðs uhmmm er að fara að setja súkkulaðið á þær ;)
jóla jóla ræræ jólin eru að koma :D
Bæ í bili....

föstudagur, desember 17, 2004

díí dí dæ góðar einkunnir :D

ég er svo glöð, er komin með einkunnir viiiii í kringum átta í öllu ræræræ voa glöð með etta ddiii dæædææ...
Annars á ég pínu erfitt í dag .. er öllu sundurskorin og saumuð og má varla hreyfa mig buhuu, var að láta taka nokkra "sæta" fæðingarbletti af mér sem dökknuðu ískyggilega í allri sólinni in Greece this summer... hmm... má ekkert gera :/
er búin að baka og skrifa á öll jólakortin og dunda mér og langar svo að fara í ræktina og taka geymsluna í gegn og allt þetta hmmm ekki gaman að geta ekki sprellast hmm svo erum við að fara í þrítugsafmæli í Reykjavíkinni á moggun og ég var búin að kaupa svaka fallegan kjól opin í bakið en get náttlega ekki verið í honum- ekki mjög sexy að vera með bert bak og stóran plástur á því miðju hihi..
well verð bara í rúllukragabol og úlpu :/
Ætla að fara að hlusta á jólalög og skreyta smá jeijeii...
jóli jól...
kv. jólasteppan :)

sunnudagur, desember 12, 2004

kaupcrazy og jammmm

uff búin að vera heldur betur ógeðslega skemmtileg helgi jeijeieii...
Við Rannsý ákváðum að skella okkur í byen til að halda uppá próflok á fös, brunuðum í Kringluna og letum sko greipar sópa hheehee við verzluðum sko smá helling, misstum okkur eiginlega bara alveg hehhe :> gaman
Svo um kvöldið elduðum við Bárður okkur nautasteik og fengum okkur osta og rauðvín á eftir í tilefni 5 ára sambandsafmælis :D yndislegt, ákváðum svo að kíkka á kaffihúsið með Rannsý og Sigga þar var sko dansað og jammað fram á nótt, ég og Rannsý tókum smá gjörning ásamt Gumma.. moahhaha fyndnari hlut hef ég nú eiginlega ekki framkvæmt, hehehe þetta var svona blanda af Svanavatninu og svo nýlist ;)
hmmmm okkur fannst við allavega mjög fyndin ;)
Þegar jammið var búið komum við Bárður heim og njósnuðum um grannann (dansarann) sem var í karioki með vini sinum, þetta var hin besta skemmtun :)
Á laugardagsmorgninum skelltum við Helga mín okkur í byen með Patrek til ljósmyndara, hann er sko upprennandi fyrirsæta drengurinn, heillaði ljósmyndarann alveg uppúr skónum þessi elska brosti allan hringinn :D Við shoppuðum aðeins og brunuðum svo heim....
Um kvöldið fórum við á jólahlaðborð með kennurunum og öðrum starfsmönnum þar sem Bárður er nú orðinn einn af þeim, þetta var alveg hreinasta snilld og hef ég sjaldan hlegið eins mikið og þegar Magnús Árni Skúla, Ingibjörg Þorsteins og fleiri strangir kennarar tókus sig til og léku Rauðhettu og úlfinn moahaha......
Það var geggjaður matur og mikið af víni ræræææææ við fórum í crazy pakkaleik þar sem reglurnar voru þannig að marr átti að kasta tening og ef upp kom oddatala mátti marr fá pakka, annaðhvort stela af næsta manni eða ná í af pakkaborðinu viii svaka gaman, varð reyndar svolitið crazy þegar tíminn var að renna út marr var að na sér í sem flesta pakka hihii... magnús Árni Magnússon ´stjórnaði gítarspili og söng við mikla ánægju viðstaddra .....
welll þetta var helgin mín so far, er svo búin að liggja í leti í dag :)
Vona að þið séuð búin að hafa það gott my darligs...
viiiiiiiiiiiiii prófin eru búin.. rærærææræ.. jeijeieii gekk svaka vel.....viiiii
yours
Afrodita

fimmtudagur, desember 09, 2004

læri lær..

ahmm læri læri lær...
Var i frekar erfiðu prófi í dag... gekk nú alveg upp á endanum held ég, leist þó ekki vel á etta í byrjun... hmm mjög mjööög fræðilegt
en ahmm tókst allt held ég, nú bara opnar marr einn öl og slakar sér aðeins
skál i boðinu krakkar mínir...
Salut
Agnes

miðvikudagur, desember 08, 2004

I´m alive

jeijeieiii ég er lifandi og í lagi með mig... úff verð að viðurkenna það að þetta tók á taugarnar þetta próf :/ úff hvað marr getur stressast..
Var nú buin að læra vel í essu i vetur og orðin nokkuð örugg en einhvernveginn þegar líður að svona munnlegum prófum þá bara fæ ég e-ð geðveikislegt stresskast og verð mjög ólik sjálfri mér hmmm anyways gegg hrikalega vel, held að ég hafi alveg rúllað þessu upp ;) Fékk spurningu um áhrif álvers á hagvöxt og fleira, lísa innra og ytra rekstrarumhverfi fyrirtækisins og áhrif i heild á þjóðfélagið já já ég reddaði þessu með stæl var meirað segja farin að lísa skoðunum mínum á stefnu seðlabankans svona auka og e-ð alle í gírnum heheh held að Vífill hafi alveg verið sáttur við mig :)
ahmm annars er bara lærdómur og aftur lærdómur marr á sér voða lítið líf þessa dagana Búin að liggja í mígreniskasti í dag en það var svo sem ekkert sem ég átti ekki von á eftir strass geðveikina í gær, algengur eftirmáli í prófum á þessum bænum
en ahmm ætla að halda áfram- baráttukveðjur til ykkar í prófunum og bara jólastemmari til ykkar hinna ;)
Verð skemmtilegri eftir próf -lofa... hihiii
knuses
Dr. Agnes

þriðjudagur, desember 07, 2004

20 mín i munnlegt próf!

uff.. það eru 20 min i munnlega prófið í hagnýtri hagfræði.. er sveitt í lófunum og mál að gubba en róleg að öðru leyti...

mánudagur, desember 06, 2004

Fólk er fífl!

djöfull er eg pirruð á þessum fávitum sem geta ekki tekið tillllit þegar aðrir eru í prófum!! arrgggg hvað er að... Það er helmingurinn af liðinu hérna í prófum og þá heldur marr ekki partý um miðja nótt......
Í alvöru talað, hélt það væri verið að grínast þegar ég vaknaði kl. 3 í nótt...
jesus hvað fólk er heimskt- hélt ekki að marr kæmist inn í háskóla ef marr væri svona ógeðslega heimskur að hafa ekki vit á að taka smá pínu tillit til náungans..
já ég er sko ekkert lítið pirruð er að fara í mjög mikilvægt próf í fyrramálið og er svo illa sofin að það er varla að marr geti fengið sér kaffi hvað þá heldur lært fyrir erfiðasta próf annarinna!
Eftir þessu bloggi verður farið beint í rektor, Þórir Pál og fleiri, upp verða gefin nöfn og ef þetta gerist aftur verður hringt í lögregluna!!
Reynið að taka tillit fávitar!

sunnudagur, desember 05, 2004

senn líður að prófum..

rærææ er frekar vel stemmd í dag...
jamm held bara að ég sé tilbúin að taka á móti prófunum núna og svo jólunum á eftir ahm ;)
Eitt mál samt.. sko alltaf í prófum þá á marr það til að borða svolítið mikið af Nóa kroppi og félögum, er að spá - er buin að vera svolítið dulleg í því en er sko núna að borða vínber og epli til að jafna hlutföllinn ætli marr mjókki þá? :/
hmmm.......

laugardagur, desember 04, 2004

Umhugsunarvert í vetur!

• Ef maður notar ekki húfu þá fær maður kvef
• Ef maður fær kvef þá eru líkur á að maður verði hás
• Ef maður er hás þá þarf maður að hvísla
• Þeir sem hvísla eru að ljúga
• Þeir sem ljúga fara í fangelsi
• Ef maður fer í fangelsi þá kynnist maður dópi
• Ef maður dópar þá deyr maður!
. Gleymdu því ekki helvítis húfunni!!

fyndni granninn...

ihihhh það var svo ógó fyndið í gær þá var ég inní svefnherbergi og kíkti e-ð yfir á raðhúsið á móti (nb. fyrir þá sem ekki vita þá sést mjög vel yfir í næstu íbuð) hurru ég var nu ekkert að gægjast bara svona leit út moahha er ekki gaurinn á móti að dansa svona e-ð crazy fyrir börnin sín, hljóp um íbúðina og hristi sig og dansaði afríska mauraætudansinn mohahha ég hélt ég yrði ekki eldri ég hló svo mikið.. ehhe reyndar kannski svona u had 2 be there moment en anyway bjargaði deginum fyrir mér ;)
rærææ annars bara hagfræði spagfræði lerne lerne mikið súkkulaði, þetta típiska prófarugl á manni :)
verið stillt börnin mín,
turilú
Heteroscedasticity

föstudagur, desember 03, 2004

ítölsk eða bara crazy

hmm... ég er með skilgreiningu á mér... Það rennur ítalskt blóð í æðum mínum og það er ástæða skapofsans sem yfirtekur mig svona einstöku sinnum...
Gott að þekkja sig :)
Annars er bara alles gúddes að frétta, eða svonna þannig, mikil ítalska í manni e-ð prófacraz og nammiát en allt rúllar etta áfram..ég Alma og Ragga erum að tækla hagfræðina í öreindir fyrir munnlegar prófið og ætlum svo að fá okkur einn öl yfir Idolinu í kvöld held barasta að þetta sé gott plan :Þ
Anyway, gangi ykkur öllum vel í öllu alltaf - always and forever your's
Agnes the Italian chick

miðvikudagur, desember 01, 2004

Prófadjöfullinn er búinn að yfirtaka mig :/

ohh... gat verið að hann næði mér :/
Ætlaði nú aldeilis að vera dulleg núna og anda rólega og ekki vera mikið stressuð í prófatíðinni eins og ég er alltaf ... en buhuu tókst ekki alle, allt að gerast púkinn vondi búinn að yfirtaka mig og the other Agnes is back!
Ekki skemmtileg hún, mjög pirruð og bara hreint út sagt erfið - aumingja Bárður að þurfa að búa með mér, ætli ég verði ekki búin að brytja hann í kjötsúpu og sjóða áður en að yfirlíkur hmm.... allavega ef ég bíð ykkur í kjötsúpu - ekki mæta!
Ræræræ... ég er ekki stressuð - ég get þetta - ég vil þetta - ég geri þetta -
Hey púkaskrattinn er ekki enn farinn... FARÐU!
Bless