Lady Agnes

mánudagur, desember 27, 2004

Gleðilega hátíð elsku vinir nær og fjær :)

Mikið er gott á jólunum - bara besti tími í heimi :)
Búin að borða svo mikið af góðum mat og hitta svo marga góða vini, þetta er yndislegt
Byrjaði á þorláksmessu þá fór marr að versla með vinkonu sinni og kaffihúsast og svonna, við Alla erum með hefð að fá okkur rauðvín og rölta á þorlák :) Rosa gott, hitti mikið af gömlum vinum á röltinu og fékk marga jólakossa :D
Um kvöldið fórum við Bárður svo á Sjávarkjallarann að borða og hafa það cosý og svo var Laugarvegurinn tekinn að sjálfsögðu ;) Okkur var boðið í rauvín og osta til Öllu og Arnars og Leifs og Kristínar voa hátíðlegt og gott..
Aðfangadagur rann upp og haldiði ekki að hann Kertasníkir hafi komið við í Bjarkarhrauni með fallegt armband handa stelpunni- ekki leiðinlegt að vakna við það:)
Við eyddum svo fyrripart kvölds með fjölskyldunni minni í góðum mat og rólegheitum og seinnipart kvölds fórum við til tengdó í möndlugraut og rauðvín. Ég fékk að sjálfsögðu margar fallegar gjafir eins og alltaf ;) Rosa falleg leðurstígvel frá Bárði mínum, ítalskan kálfaskinnsjakka í stíl frá tengdó :> Svo fekk ég bókina Dante klúbburinn sem er í anda Da vinci code :) uppáhaldið mitt, og allskonar....pils, bol, peysu, náttföt, DVD spilara, hnífapör, skál, armband, baðdót og svo videre :D jamm þetta var allt saman voa gott og gaman og endalaus jólaboð meiri matur og meira gaman... núna er marr bara í algerri afslöppun ennþá á náttfötunum (kl.er að verða sjö hihi) Stefnum á að fara í veiðihús/bústað á morgun til vina okkar og gista þar eina nótt, svo er afmæli hjá Patrek mínum á miðvikudaginn, jólaboð á fimmtudag, gamlárs í öllu sínu veldi á fös og svo brunað til A-ey á nýárs í wedding :>
Well my dear friends - hafið það sem best yfir hátíðirnar... takk fyrir allt á líðandi ári - luv u all..
ykkar, Lady Agnes

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home