Lady Agnes

mánudagur, janúar 24, 2005

normið..

jæja þá er marr dottinn í normið, jól og áramót afstaðin- ég loksins orðin frísk eftir á þriðju viku veikindi vegna jaxlatöku buhuhuuu....
anyways þá er allt að detta í reglu sem er nú voa gott eftir of mikið góðæri ;)
Henti mér í ræktina í morgun og sit núna við ritgerðarsmíð ja eða allavega svonna tilraunir við smíðavinnu ræræræ....
helgin var góð- hentumst i byen á fös versluðum smá svonna árshátíðarkjól á minns og allskonar svo fór eg út að borða með Rannsy og Bertínu og smá rölt á eftir- Rex og Hverfis og svonna voa fínt ;)
Á laug fórum við svo í ensku húsin í afmælisveislu hjá Ásu rektorsfrú ekkert smá góður matur og vín uhmm... svo var náttlega dansað fram á rauða nótt :D
á sun komu svo Kjartan og 'Iris litla í heimsókn i sveitina við bökuðum vöfflur eins og í alvörur sveitaboði og höfðum það gott að horfa á handboltann og svonna ;)
well núna ætla ég að snúa mér að norminu- take care all my friends
luv, Lady-in

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Endajaxl eða Satan sjálfur?

Já ég segi það satt veit ekki hvort þetta var endajaxl sem var dregin úr mér fyrir viku síðan eða hvort satan sjálfur var búinn að búa sér til ból í munninum á mér á neitaði að yfirgefa partýið.... úff er að segja ykkur það að þetta er ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í!! Þið sem eigið eftir að fara í endajaxlatöku vins. lesið ekki áfram....
Ja þetta byrjaði sakleysislega þegar Hr. tannsi tældi mig í stólinn til sín fyrir VIKU síðan og sagði að þetta yrði nú ekkert mál... ja ja eg hefði nú áttt að vita betur enda búin að fresta þessu og neita í 2 ár.. well það lá e-ð ofurvel á mér þennan dag og ég ákvað að slá til og leyfa Hr. tannsa að eiga við jaxlinn... hurru þetta gengur ekki betur en svo að mann...píip hamast í mér í yfir einn og hálfan klukkutíma-án hlés! Byrjar á að skera vel þar sem jaxlinn er ekki alveg kominn upp bara rétt kíkir, rykkir og togar og beitir öllum brögðum deifir mig svona ca 75 sinnum þrí brítur jaxlinn og stoppar aðeins og segir heyrðu vinan það þarf aðeins að saga af beininu sem liggur við jaxlinn til að losa um þar sem hann er of fastur,.. ég náttlega geri tilraun til að flýja en tekst ekki og þarf að liggja þarna undir söginni og hristast til meðan maðurinn SAGAR AF BEININU á tveimur stöðum! já já ef ég hef einhverntímann veri´ð í vígarhug þá var það þarna það voru ekki fallegar hugsanir sem streymdu um annars fallegan huga í höfðinu á mér þennan daginn urr....... Síðan þá, eða í viku í dag er Lafðin búin að liggja fyrir útúrdópuð og sofa eins og Þyrnirós forðum daga- hvað með nútímavísindi common!!
Anyways hann náði kvikindinu á endanum sem ég kýs að kalla satan hér eftir en smá rót af kvikindinu varð eftir sem ekki var hægt að ná og því hef ég tekið upp nafnbótin LadY Satanía

mánudagur, janúar 03, 2005

Gleðilegt ár :D

árið árið kæru vinir... ;)
Byrjuðum árið vel í brúðkaupi norður á Akureyri, svaka gaman, brúðhjónin Íris og Gauti voru ekkert smá sæt og þetta tókst allt saman voa vel, eina svona truflunin var held ég að við klára fólkið hér á Bifröst misskildum aðeins tímasetninguna og mættum i veisluna kl. 6 .. en hún byrjaði víst kl. 5 hmmm :/ rærææ mættum þó á skikkanlegum tíma inn kirkjugólfið en gengum ekki á eftir brúðinni eins og sumir hehe,.,.
Þetta var þó ekki eina klúðrir hjá okkur Bifrestingum heldur tókum við okkur vel út í skíðaoutfittinu the day after uppí fjalli- renndum okkur í stólinn ég, Bárður, Bertína og Rannsý- þegar við vorum svo komin upp á topp myndaðist smá svona panikk allir hálf þunnir sumir á bretti aðrir á telemarkgræjum og langt síðan allir hafa skíðað og við svona hálf rúlluðum út úr stólnum Bertína í fanginu á Bárði og Rannsý einhvernveginn varð eftir í stólnum mohahahahaa... það þurfti að bakka græjunni svo að drottningin gæti rennt sér niður úr stólnum ... ihihh eg hélt við dæjum öll úr hlátri þetta var einfaldlega of fyndið dæmi hihihi.... áttum stórkostlegan dag í geggjuðum gaddi vihiiii....
well hafið það sem best á nýju ári luv, Lady Agnes