Lady Agnes

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Endajaxl eða Satan sjálfur?

Já ég segi það satt veit ekki hvort þetta var endajaxl sem var dregin úr mér fyrir viku síðan eða hvort satan sjálfur var búinn að búa sér til ból í munninum á mér á neitaði að yfirgefa partýið.... úff er að segja ykkur það að þetta er ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í!! Þið sem eigið eftir að fara í endajaxlatöku vins. lesið ekki áfram....
Ja þetta byrjaði sakleysislega þegar Hr. tannsi tældi mig í stólinn til sín fyrir VIKU síðan og sagði að þetta yrði nú ekkert mál... ja ja eg hefði nú áttt að vita betur enda búin að fresta þessu og neita í 2 ár.. well það lá e-ð ofurvel á mér þennan dag og ég ákvað að slá til og leyfa Hr. tannsa að eiga við jaxlinn... hurru þetta gengur ekki betur en svo að mann...píip hamast í mér í yfir einn og hálfan klukkutíma-án hlés! Byrjar á að skera vel þar sem jaxlinn er ekki alveg kominn upp bara rétt kíkir, rykkir og togar og beitir öllum brögðum deifir mig svona ca 75 sinnum þrí brítur jaxlinn og stoppar aðeins og segir heyrðu vinan það þarf aðeins að saga af beininu sem liggur við jaxlinn til að losa um þar sem hann er of fastur,.. ég náttlega geri tilraun til að flýja en tekst ekki og þarf að liggja þarna undir söginni og hristast til meðan maðurinn SAGAR AF BEININU á tveimur stöðum! já já ef ég hef einhverntímann veri´ð í vígarhug þá var það þarna það voru ekki fallegar hugsanir sem streymdu um annars fallegan huga í höfðinu á mér þennan daginn urr....... Síðan þá, eða í viku í dag er Lafðin búin að liggja fyrir útúrdópuð og sofa eins og Þyrnirós forðum daga- hvað með nútímavísindi common!!
Anyways hann náði kvikindinu á endanum sem ég kýs að kalla satan hér eftir en smá rót af kvikindinu varð eftir sem ekki var hægt að ná og því hef ég tekið upp nafnbótin LadY Satanía

1 Comments:

  • At 12. janúar 2005 kl. 13:22, Blogger Erla said…

    Ég er nú bara pínku hrædd... sem nágranni tannarinnar er ekki frá því að ég sofi betur eftir að hún fór... thihihi.. kv, nágranninn

     

Skrifa ummæli

<< Home